SKÁLDSAGA Á ensku

O Pioneers!

Skáldsagan O Pioneers! eftir bandaríska rithöfundinn Willu Cather kom fyrst út árið 1913. Hún er sú fyrsta af þremur sem fjalla um landnema á sléttunum miklu. Hinar tvær nefnast The Song of the Lark (1915) og My Ántonia (1918).

Hér segir frá Bergson-fjölskyldunni, sænsk-amerískum innflytjendum í Nebraska við upphaf 20. aldarinnar. Aðalpersónan, Alexandra Bergson, erfir búgarð fjölskyldunnar eftir föður sinn og helgar líf sitt uppbyggingu býlisins á tímum þegar margar aðrar innflytjendafjölskyldur gefast upp og yfirgefa sléttuna. Inn í söguna fléttast einnig tvö ástarsambönd: annað á milli Alexöndru og fjölskylduvinarins Carls Linstrum, og hitt á milli Emils, bróður Alexöndru, og hinnar giftu Marie Shabata.


HÖFUNDUR:
Willa Cather
ÚTGEFIÐ:
2019
BLAÐSÍÐUR:
bls. 186

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :